ASTRA | Öryggislausnir

Öryggislausnir

Vírusvörn – Forsjá er betri en eftirsjá…

Er tölvukerfið þitt nægilega öruggt?
Við aðstoðum þig frá A-Ö þegar kemur að öryggismálum.

Það er því miður staðreynd að…
Internetið getur verið varasamur staður, svikahrappar og tölvuþrjótar ógna netöryggi fyrirtækja og einstaklinga á ýmsa vegu alla daga. Það er því nauðsynlegt að þekkja hætturnar, vera á verði og setja upp nauðsynlegar varnir.
Netöryggi er ein af mikilvægustu áskorunum stjórnenda fyrirtækja í dag því hættan af netárásum og netglæpum er raunveruleg og hefur tíðni slíkra atburða vaxið mjög undanfarin ár. Netþrjótar beita sífellt þróaðri aðferðum svo gagnatap og þjónusturof er veruleiki sem fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir. Viðbúnaður fyrirtækja og stofnanna gagnvart slíkum árásum hefur því aldrei verið jafn mikilvægur.

LYKILATRIÐI Í FORVÖRNUM:

Tryggja öryggi nettenginga og netbúnaðar.

Vöktuð vírusvörn / ruslpóstvarnir.

Regluleg afritun / afrit utanhúss.

Hugbúnaðaruppfærslur.

Réttindi & fræðsla starfsfólks.

Margþátta auðkenning (MFA).

Lykilorðastjórar (password policy).

ASTRA | Öryggislausnir

Hætturnar!

Gagnagíslataka eða “ransomware” er ein algengasta og skaðlegasta tegund ógna gegn notendum Internetsins. Í slíkum árásum er óværu komið inn á tölvu notenda og hún síðan notuð til að dulkóða gögn og í framhaldinu krafist lausnargjalds. Oft er óværunni komið inn á tölvuna þína með hlekkjum eða viðhengjum í tölvupósti og er því gott að hafa í huga varúðarráðstafanir gegn vefveiðum. Þegar óværan er komin inn fer í gang ferli þar sem hún dulkóðar öll þau gögn sem hún nær til, þar með talið tengdum miðlum svo sem netdrifum eða USB tengdum diskum.
Tíðni slíkra árása á heimsvísu hefur aukist jafnt og þétt.

Vefveiðar (e.Phishing)
Gengur út á það að veiða notandann í gildru, t.d. með því að senda tölvupóst með hlekk eða viðhengi sem keyrir spilliforrit á vélinni eða vísar notandanum á óörugga vefsíðu. Falli notandinn í þá gildru er sendandi tölvupóstsins líklegast kominn með meiri aðgang að gögnum notandans en hann ætti að hafa.

Vöktun. Næsta kynslóð vírusvarna (NGAV)

NGAV stendur fyrir „Next-Generation Antivirus solutions“
NGAV tekur hefðbundna vírusvörn á hærra og háþróaðra plan. Öll vinnslan fer fram í skýinu, þar eru notaðir hlutir eins og gervigreind atferlisgreining og forspárgreiningar þetta er þróunin í vírusvörnum því aðferðir tölvuþrjóta verða sífellt þróaðri og erfiðari við að eiga. NGAV getur betur varist bæði þekktum og óþekktum árásum.
Þetta getur stytt tímann verulega sem tekur fyrirtæki að uppgvöta finna og rannsaka ógnina.

Gagnagíslataka

Hér í myndbandi getur þú séð hvernig hægt er að verjast gagnagíslatöku (Ransomeware) með rollback lausn frá ASTRA.

Kostir / Kröfur

1. Auðvelt í uppsetningu / forritið smátt og létt í keyrslu. Hægt að koma forritinu (agent) hratt og vel á allar útstöðvar hvort sem þær eru á skrifstofunni eða í fjarvinnu.
2. EDR (Endpoint Detection and Response) verkfærin veita sérfróðum greiningaraðilum möguleika á að fylgjast með endapunktum þ.e. vinnustöðvar/netþjónar og fá raunverulega sýn á hvað er að gerast og taka ákvarðanir sem byggja á gögnum til að koma í veg fyrir skaða. 
3.  Markvissar viðvaranir og forvarnir á endapunkti (útstöð/þjónn). Gæða NGAV mun stöðva spilliforrit, lausnarforrit og árásir sem ekki eru spilliforrit strax við endapunktinn meðan það hindrar um leið nýjar árásir sem aldrei hafa sést.
4. Miðstýrð vöktun: Fyrir viðskiptavini er mikill kostur að sérfræðingur í öryggismálum geti greint málin miðlægt, fylgst með og geta gripið til aðgerða eins og að setja vél í sóttkví frá neti eða annað eftir þörfum.

Vöktun Tölvukerfa

Við veitum ráðgjöf varðandi innleiðingu vöktunar.
Setjum upp vöktun á helstu kerfum og skilgreinum helstu viðbrögð í samráði við þjónustukaupa.
Eftirlit og vöktun er 24/7 með uppitíma véla og tafarlausar tilkynningar sendar út ef vélar fara niður.
Fyrir viðskiptavini fylgjumst við með lykilþáttum tölvukerfa svo sem Windows uppfærslum, vírusvörnum, diskaplássi, minni ofl. Ef upp koma frávik bregðast tæknimenn ASTRA við og hafa i kjölfar samband við viðskiptavin og fara yfir framvindu mála. Fylgst er með álagi og ef viðvarandi minnisnotkun eða annað álag er yfir mörkum er brugðist við.
Flest fyrirtæki mega illa við rekstrartruflunum og allur niðritími kerfa bitnar á vinnuumhverfi og þjónustustigi.
Með vöktunarþjónustunni eru vandamálin greind og í flestum tilvikum er hægt að fyrirbyggja að þau hafi einhver skaðleg áhrif á rekstur.
Öll innri kerfi ASTRA eru sólarhringsvöktuð, skjótt er brugðist við öllum vandamálum sem upp kunna að koma.

Regluleg afritun í skýinu!

Við hjá ASTRA höfum áratuga reynslu í tölvugeiranum og þekkjum mæta vel ástandið sem skapast þegar gagnatap verður. Fyrirtæki tapa gögnum sem eru lífsnauðsynleg fyrir reksturinn í sumum tilfellum er hægt með dýrum og tímafrekum aðgerðum að endurheimta gögnin en það er því miður ekki alltaf raunin.
Tölvuþrjótar geta komist yfir gögn þín , eytt þeim eða dulkóðað og krafist lausnargjalds (gagnagíslataka).
Við höfum lausnina!
ASTRA býður upp á alsjálfvirka netafritun með fullkomnum afritunarhugbúnaði. Astra-Netafritun er mjög einfaldur og þægilegur hugbúnaður fyrir notandann. Þegar afritun hefur verið sett upp þá þarft þú ekki að hafa frekari áhyggjur, hugbúnaðurinn er sjálfvirkur og sér um að taka afrit og sendir þér reglulegar skýrslur varðandi gang mála.
Hægt er að nálgast þau gögn sem afrituð eru hvaðan sem er, hvenær sólarhrings sem er, úr hvaða tölvu sem er. Eina skilyrðið er að vera nettengdur og hafa lykilorð.
Afritun á Microsoft 365 skýjaþjónustum.
ASTRA mælir með og býður upp á öfluga afritunarlausn sem er sérsniðin fyrir Microsoft 365 Það er nauðsynlegt að hafa í huga „Microsoft shared responsibility model“

Skráning á póstlista

Upplýsingarnar verða einungis nýttar til að senda þér tilboð ásamt upplýsingum um vörur og þjónustu ASTRA.  Við sendum hvorki ruslpósta né látum þriðja aðila upplýsingar í té.

Takk fyrir að skrá þig á póstlistann okkar!