þú ert í öruggum höndum
í öruggum höndum
það þurfa ekki allir að reka tölvudeild!
ASTRA er óháð þjónustu- og ráðgjafarfyrirtæki í upplýsingatækni, við sérhæfum okkur í rekstri tölvukerfa allt frá því að þjónusta útstöðvar yfir í að sjá alfarið um hýsingu og rekstur tölvukerfisins. Hjá ASTRA starfa þrautreyndir sérfræðingar með áratuga reynslu í rekstri tölvukerfa. þú ert í öruggum höndum hjá okkur.
Persónulega þjónusta!
Við bjóðum persónulega þjónustu sem byggir á áreiðanleika, stuttum viðbragðstíma, þekkingu og reynslu. Daglegur rekstur tölvukerfa nær meðal annars til eftirlits með netþjónum, útstöðvum og annarra jaðartækja, netkerfis, prentara, vírusvarna, gagnaöryggis og afritunar. Unnið er eftir skilgreindum ferlum. ASTRA veitir einnig ráðgjöf við hönnun og uppsetningu á tölvukerfum sem og vali og kaupum á búnaði og rekstrarvörum.
Almenn notendaþjónusta
Það er mikilvægt fyrir flest fyrirtæki að hafa öruggt og auðvelt aðgengi að sérfræðiaðstoð í fjarþjónustu eða með fastri viðveru.
Helstu verkefni:
- Dagleg notendaþjónusta og kerfisumsjón
- Uppsetning og þjónusta á vél- og hugbúnaði
- Umsjón og rekstur á Windows netþjónum
- Samskipti við birgja og þjónustuaðila
Vírusvarnir & öryggisafritun
Mikilvægi þess að öll fyrirtæki innleiði öryggisráðstafanir þegar kemur að net- og upplýsingakerfum ætti að vera í algjörum forgangi.
Skrifstofan í skýinu
Microsoft hefur sett saman heildstæða lausn Microsoft 365 sem inniheldur allt sem fyrirtæki þurfa fyrir starfsmenn í daglegum rekstri.
Samskiptalausnir
3CX er IP símstöð sem keyrir bæði á Windows og Linux stýrikerfi, hægt er að kaupa eða leigja kerfið sem er þá hýst hjá Þjónustuaðila.