VEFSÍÐUGERÐ
Við aðstoðum þig frá A-Ö þegar kemur að vefmálum. Hönnum fallegar vefsíður og sjáum um rekstur og hýsingu.
WordPress Vefhönnun
ASTRA veitir alhliða þjónustu við vefsíðugerð og ráðgjöf í umsjón vefja. Við getum aðstoðað þitt fyrirtæki við að koma upplýsingum hratt og örugglega á netið. Með vefumsjónarkerfunum Joomla & WordPress eru þér allir vegir færir. Þú getur uppfært texta sett inn fréttir, bætt við myndum og rekið vefverslun svo dæmi séu tekin.
Vefumsjónarkerfin Joomla og WordPress eru einföld í notkun fyrir hinn almenna notanda en bjóða um leið upp á mjög öfluga kosti fyrir þá sem vilja meira og kjósa að aðlaga kerfið að sértækum þörfum eða aðstæðum.
Kerfin eru byggð á hugmyndafræði um frjálsan hugbúnað (Open Source) GNU General Public License sem þýðir að hugbúnaðurinn er án endurgjalds.
Góð vefhönnun er mikilvæg og í dag má segja að fyrirtæki komist ekki hjá því að halda úti heimasíðu þar sem fólk leitar í auknu mæli upplýsinga á netinu. Við hönnun og uppsetningu á vefsvæði er mikilvægt að vefurinn sé vel uppsettur því vefsíða fyrirtækisins er án efa andlit þess út á við. Mikilvægi sýnileika verður aldrei ofmetið þar sem neytendur nýta sér netið í æ ríkara mæli til þess að leita upplýsinga og kaupa vörur & þjónustu. Þú getur treyst því að ef þeir finna þig ekki á netinu finna þeir örugglega keppinaut þinn. Vefsíðugerð verð fáðu tilboð.
Vefstjóri / Vefumsjón í áskrift
Það hentar ekki öllum að setja sig inn í vefsíðugerð og vilja frekar nota tímann í að sinna sínum daglegu störfum þá situr vefsíðan oft óuppfærð af efni og öryggisuppfærslum.
Það er mikilvægt að að halda vefumsjónarkerfum uppfærðum með nýjustu öryggisuppfærslum.
ASTRA getur aðstoða þig með vefumsjón þ.e. verið innanhandar með eftirfarandi:
– Öryggisuppfærslur, viðhald og vöktun
– Innsetning á efni (myndir, textar og skjöl)
– Forgangur í þjónustu
– Aðstoð við leitarvélabestun Google Adwords
– Aðstoð með netföng/póst
Vefumsjónarkerfin
Joomla
Joomla er mjög vinsælt vefumsjónarkerfi og er hannað sem slíkt frá upphafi kerfið hentar oft betur í stærri og flóknari verkefni það er ekki eins einfalt og WordPress en samt þægilegt fyrir notendur eftir smávægilega kynningu á virkni.
WordPress
WordPress er vinsælasta og mest notaða vefumsjónarkerfið í heiminum í dag enda mjög einfalt og notendavænt , WordPress var í upphafi hugsað sem bloggkerfi en hefur þróast í að verða eitt besta vefumsjónarkerfið á markaðnum. WordPress vefhönnun er okkar fag.
Viðbætur
Fyrir bæði Joomla og WordPress eru tugir þúsunda af aukahlutum í boði bæði frítt og til kaups (plugins/extension). það er hægt að finna nánast allt það sem hugurinn girnist. Við mælum þó með að vanda valið og nota ekki meira en þarf því veikleikar vefumsjónakerfa er oftast hægt að finna í þessum viðbótum sem er ekki vel viðhaldið og eru því ekki örugg.
Vefverslunarkerfi
Woocommerce vefverslun hentar öllum stærðum og gerðum verslanna og auðvelt er að aðlaga kerfið að þínum þörfum og óskum.
WooCommerce er hannað sérstaklega fyrir WordPress og er eitt mest notaða vefverslunarkerfi á netinu í dag.
WooCommerce styður við allar helstu greiðslugáttir, erlendar sem innlendar. Þar má nefna: Korta, Borgun, Valitor, Pei, Kass, Aur, Netgíró, MyPos, Paypal, Stripe og hundruðir annara.
Auk greiðslugátta er hægt að bjóða upp á bankamillifærslu, greiða með póstkröfu eða við afhendingu.